SKÁLDSAGA Á ensku

Chronicles of Avonlea

Chronicles of Avonlea er safn smásagna eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery, höfund bókanna um Önnu í Grænuhlíð (Anne of Green Gables). Bókin kom fyrst út árið 1912.

Sögurnar tengjast allar ímyndaða þorpinu Avonlea í Kanada. Anne Shirley kemur fyrir í nokkrum þeirra, ýmist sem aðal- eða aukapersóna. Aðrir íbúar Avonlea úr sögunum um Önnu í Grænuhlíð koma einnig fyrir, þar á meðal Marilla Cuthbert og Rachel Lynde. Flestar sögurnar fjalla þó um persónur sem ekki er minnst á í sögunum um Önnu. Ein ástæða er sú að flestar smásögurnar í þessu safni voru skrifaðar og birtar í hinum ýmsu tímaritum áður en sögurnar um Önnu í Grænuhlíð urðu til.

Smásögurnar heita: The Hurrying of Ludovic, Old Lady Lloyd, Each In His Own Tongue, Little Joscelyn, The Winning of Lucinda, Old Man Shaw's Girl, Aunt Olivia's Beau, The Quarantine at Alexander Abraham's, Pa Sloane's Purchase, The Courting of Prissy Strong, The Miracle at Carmody og The End of a Quarrel.


HÖFUNDUR:
Lucy Maud Montgomery
ÚTGEFIÐ:
2020
BLAÐSÍÐUR:
bls. 188

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :